Friday, September 15, 2006

Starfsheiti

Og af því við erum að velta vöngum yfir Íslenskunni; er "lay-outer" nógu gott starfsheiti?

Er það, sem sá gerir sem er "lay-outer", nokkuð annað en list? "Mynd-list"?
Svolítið hraðsoðin, oft unnin undir mikilli pressu, stundum pínulítið stæld og skrumskæld en mynd-list engu að síður.

Af því að "mynd-listamaður" er frátekið af þeirri elítu sem telur sig eiga á því rétt, gætum við þá ekki kallað hina; "hrað-listamenn"?

Miklu virðulegra og skiljanlegra en hið erlenda orðskrýpi.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

En eru skyndilist ekki svo fitandi?

9/16/2006 12:24 AM  
Blogger Davíð Þór said...

Fyrst "stand up" varð "uppistand" getur "lay out" þá ekki orðið "útlegging"? Útleggjari?

9/16/2006 4:32 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Góð tillaga! Útleggjari er líka keimlíkt forleggjari og í mörgum tilfellum eru þessir aðilar að starfa saman. Eins og fyrr segi ég; hafa skal það sem betur hljómar.

HH..

9/16/2006 8:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Útlitshönnuður? Er það ekki nógu sértækt fyrir layoutera, kannski hægt að nota það yfir lýtalækna líka. Hmmm

9/17/2006 3:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ussussuss, þið eruð öllsömul á villigötum, "lay-outer" er að sjálfsögðu "út-lagi"!

9/18/2006 10:37 AM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Loksins komið orð sem allir skilja og geta notað. Grafískir listamenn sem sinna "lay-out" vinnu eru hér eftir "ÚTLAGAR"!!!

9/18/2006 1:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Setjari er held ég gamla heitið á þessu starfi, en fólk sem vinnur við lay-out hefur upp á síðkastið kallast umbrotsmenn.

9/21/2006 10:52 AM  
Blogger Hjörtur Howser said...

"Umbrotsmenn" ! Hljómar svolítið eins og menn sem fremja verknað sem er sakhæfur, einkennilegt hve tillögur að starfsheiti fyrir þetta fólk bera allar keim af einhverju ólöglegu. (sjá "Útlagar" hér að ofan). Þetta er upp til hópa strangheiðarlegt fólk, að ég held.

9/21/2006 11:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég var alinn upp við orðið "umbrot" og "umbrotsmenn", gæti náttúrulega verið "umbrotamaður", einhver sem fílar eldsumbrot eða þessháttar.

9/30/2006 7:27 AM  

Post a Comment

<< Home