Monday, September 18, 2006

MSG Frítt

MSG, monsodiumglutamate eða þriðja kryddið, er verksmiðjutilbúið bragðbætiefni sem allir hugsandi menn reyna að forðast. Þessi kemikalia veldur höfuðverk, jafnvel migreni, og í verstu tilfellum ógleði og beinverkjum. Hingað til hafa þeir sem framleiða matvöru og nota ekki þetta tiltekna óþarfa efni, verið stoltir af því og merkt sína framleiðslu til að gefa það til kynna. Ég hef séð slíkar merkingar á íslenskri framleiðslu og jafnan glaðst yfir áræðni framleiðendanna, að þora að sleppa þessu dufti og segja frá því. "Án MSG" er þá skýrt tekið fram einhverstaðar á pakkningunni.

Algjört nýmæli er að menn skuli láta MSG fylgja með í framleiðslunni án sérstaks aukagjalds, eða eins og kæfuframleiðandinn fyrir norðan merkir svo fallega vöru sína "MSG frítt". Eða er hann bara í svona fjári góðum duftsamböndum að hann þarf að monta sig af því að hann fái efnið frítt.... á meðan við hin þurfum að borga handlegg og fót fyrir.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hahahhaha, flott að vita hvar maður fær þetta alveg frítt.

9/19/2006 9:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég bíð spenntur eftir því að sjá mótsvar samkeppninnar.

9/19/2006 10:23 AM  

Post a Comment

<< Home