Wednesday, November 01, 2006

Vegna fréttar á "orðið á götunni"

Ég finn mig knúinn til að leiðrétta lítillega það sem sagt er í annars ágætri frétt á ordid.is.

Ég var staddur í Nóatúni við Reykjavíkurveg, ekki í Fjarðarkaupum. Þangað inn fer ég afar sjaldan og æ sjaldnar í seinni tíð. Nóatúnsverslunin fyrrnefnda batnar hinsvegar stöðugt og afgreiðslufólk þar er kurteist og vingjarnlegt.

Í annan stað er svo ekki alveg rétt að ég taki málið ekki nærri mér. Mér þykir miður að okkar ágæti þáttur (Magnúsar og míns) verði ekki á dagskrá í vetur eins og til stóð.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"og þrengri viðmið í siðgæði skuli vera orðin staðreynd á Rás 2. Ekki beint hvetjandi fyrir dagskrárgerðarfólk sem nú verður virkilega að passa hvað það segir"

Með þessu ertu búinn að gera afsökunarbeiðni þína ómerka. Samkvæmt þessu sérðu ekkert athugavert við þau orð sem þú lést falla. Værir þá meiri maður ef þú hefðir bara staðið fast á rétti þínum til að útvarpa skoðunum þínum heldur en að færa fram falska afsökunarbeiðni í þeirri von að bjarga starfinu.

Viðmiðin hafa alltaf verið þarna... Þú ert bara ekki að skilja þau. Það er almennt ekki vel séð að fullorðnir einstaklingar noti aðstöðu sína á opinberum vettvangi til að níða aðra á þann hátt sem þú gerðir.

11/01/2006 2:20 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Heiða, farðu varlega þegar þú ætlar mér að hafa haft aðrar hvatir að baki afsökunarbeiðninni en heiðarlegar og einlægar.

Ég var hvorki að biðjast afsökunar á orðum mínum né skoðunum heldur þeim særindum sem það olli að þau skildu fara í loftið. Það voru mistök sem bar að harma og ég gerði og geri það.

Viðmiðin hafa sannarlega alltaf verið þarna og ég held kannski að það sért þú sem ert ekki að skilja þau. Mönnum geta öllum orðið á mistök og það á síðan að fara eftir stærð og vægi þeirra mistaka hvaða refsingu mönnum er gerð.

Þegar ég segi "ný viðmið" þá á ég við að nú mega menn búast við því að vera reknir einmitt fyrir að hafa og segja skoðanir sínar. Öll mörk velsæmis ætla ég að séu söm sem hingað til. Hinsvegar eru þau einnig þeim breytingum háð sem tíðarandinn bíður uppá.

Ýmislegt sem sagt er í dag hefði ekki gengið fyrir áratug. En sumir muna ekki svo langt aftur enda þá nýskriðnir úr leikskóla.

Og ef það eru níð að tala um kollega sína í léttum tón og bera saman aðstöðu manna fyrr og nú þá er margt fleira níð en það sem úr mínum munni rann.

Og ekki veit ég svo gjörla í hvaða aðstöðu þú ert, opinberlega, að geta sagt til um hvað sé "almennt" ekki vel séð að fullorðnir einstaklingar hugsi eða geri.

11/01/2006 3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Viðbrögð RÚV eru að mínu mati mjög ýkt og þeim ekki til sóma. Áminning hefði átt betur við að mínu mati.

Skoðanir fólks eru þeirra og aldrei ástæða til að afsaka þær. Grundvallar viðmið hljóta samt að snúast um stað, stund og hvernig þær eru viðraðar... einmitt til að forðast að særa eða skaða fólk sem þær snerta.
Ef ég skil þig rétt varstu að biðjast afsökunnar á viðbrögðum þeirra sem í hlut áttu í stað þess að biðjast afsökunnar á að hafa valdið þeim????

Ég er í sömu stöðu og allir aðrir. Ég met hvað er "almennt" eftir eigin skilningi á því. Get ekki sagt að minn skilningur á "gríninu" hafi verið sá að það væri góðlegt, frekar ósmekklegt og átti ekkert erindi í útvarp.

Tilgangur minn með kommentinu var ekki að koma af stað illdeilum. Stakk mig bara að mér virtist þú gera lítið úr afsökunarbeiðninni.

11/01/2006 3:53 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

En til að alls sigæðis sé gætt skal ég taka út þessar setningar sem svo mjög fóru fyrir brjóstið á þér. Commentin læt ég standa áfram.

Kv.
HH..

11/01/2006 3:54 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Afsökunarbeiðnin stendur.

Við vildum biðjast fyrirgefningar á því að það sem var sagt í kaldhæðni og átti e.t.v. að minna á fúlu gaurana tvo sem sátu í stúkunni í Prúðuleikurunum og höfðu allt á hornum sér, misfórst svo að mátti skilja að við værum ehv. illir útí það ágæta listafólk sem nafngreint var. Svo er ekki, ég vil fullvissa þig um það. Þessi mannskapur hefur unnið hörðum höndum að sinni listsköpun og verðskuldar fyllilega það sem þau bera úr bítum.
Orð okkar særðu og það var ekki tilgangurinn eða markmiðið.

Það að þessi súri "djókur" skildi fara í loftið er það ámælisverða í málinu en ekki skoðanir okkar Magga sem slíkar. Þær eru, eins og þú segir réttilega, okkar einkamál og eiga alls ekki alltaf erindi á öldur ljósvakans.

Áminning segirðu, já ég get verið sammála þér og hefði tekið þeirri áminningu og virt hana.

Kv.
HH..

11/01/2006 4:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ahahaha! Þetta var hrikalega glataður brandari! Ein einasta teknóbassatromma getur auðveldlega verið miklu frumlegri, vandaðri og nýstárlegri en 100 skítapoppplötur. Ekki láta nútímann valta yfir þig!

11/01/2006 7:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég meina er þetta eitthvað endilega óeðlileg skoðun eða skítkast af ykkar hálfu? Mega ekki dagskrárgerðarmenn gagnrýna menningu eða listrænt klám? Ég verð að segja það að mér finnst þetta bara út í hróa að ýta þér frá borði fyrir þessi orð. Það þarf að passa sig á svona rétthugsun.

11/01/2006 8:27 PM  

Post a Comment

<< Home