Wednesday, January 24, 2007

Spurningalögga ríkisins tekur Gest á teppið

Skamm Gestur Einar, hvernig vogar þú þér að spyrja nýráðinn bæjarstjóra Akureyrar um úrvalið í fataskápnum hennar?
Veist'ekki að í dagskrárstefnu ríkisins, eins og hún birtist í skoðunum og gjörðum einstakra millistrumpa, er ekki rúm fyrir fólk eins og þig sem talar um og við annað fólk á mannlegum nótum?

Þú hefur ítrekað gerst sekur um brot af svipuðum toga og raunar sætir nokkurri furðu að þú skulir enn halda starfi þínu eins oft og þú tjáir húmaníska innrætingu þína á öldum ljósvakans.
Það eru dagskrárgerðarmenn eins og þú, sífellt geislandi hlýju og manngæsku, sem torvelda algera hugsanastjórnun (thought control) þá sem stefnt er að.
Í guðanna bænum reynd'að vera svolítið meira eins og allir hinir og ekki alltaf vera að skapa þér sérstöðu með einlægni þinni og alþýðlegheitum.

Ljósmynd af Gesti Einari: Finnbogi Marinósson

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gestur Einar hefur ekki borið sitt bar síðan Hvítir Mávar voru teknir af dagskrá :(

1/24/2007 11:06 AM  

Post a Comment

<< Home