Thursday, February 01, 2007

Æsingsóráðsheilkenni ?

Þegar menn mála sig útí horn er gott að geta gripið til nýyrðasmíði til að redda sér.

Lögreglan varð fyrir því skrambans óláni að maður lést í átökum við þá og aðstandendur og vinir kröfðust skýringa, eðlilega.

"Dánarorsök mannsins samkvæmt krufningarskýrslunni er svokallað æsingsóráðsheilkenni og hefur neysla kókaíns og amfetamíns orsakað æsingsóráðið".

Einmitt.

En svo segir:"ekki fannst hins vegar mikið magn af efnunum í blóði hans"...

Nú ?

Enn er skrifað:"Talið er að þetta óráð hefði ekki endað jafn illa og það gerði ef maðurinn hefði ekki verið með undirliggjandi hjartasjúkdóm" !

Svo greinir frá að rannsókn sé lokið og málið hafi verið fellt niður, ekkert kom fram sem gaf tilefni til frekari aðgerða ríkissaksóknara.

Þá vantar bara þrjú nýyrði í púkkið. Einhverja góða þýðingu á "Spin Doctor", eitthvað snallt yfir "Damage Control" og svo gott orð sem nota mætti yfir "White-wash"...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home