Sviðin Jörð
Hróður hljómsveitarinnar sem nefnir sig "Sviðin Jörð" breiðist hratt út. Tónleikar á Cafe Rósenberg, bæði þeir sem fram fóru rétt fyrir jólin nýliðin og aðrir á fimmtudagskvöldið 25. s.l. þóttu takast með eindæmum vel. Svo vel reyndar að staðarhaldari hefur óskað eftir frekara samstarfi við félaga sveitarinnnar og eru tvennir tónleikar fyrirhugaðir á staðnum, þann 9. febrúar og þann 10.
Einnig er í bígerð "turne" um landið norðanvert og mun sveitin sækja Akureyringa heim föstudagskvöldið 2. febrúar og svo Húsvíkinga laugardaginn þann 3. Hefur tónleikaferð þessi hlotið heitið "Sviðin Jörð Arctic Tour 2007".
Hér til hliðar gefur að finna tengil á nýopnaða upplýsingasíðu þar sem helstu viðburðir úr starfi sveitarinnar eru, og verða, tíundaðir. Á þeirri síðu er svo að finna tengil á enn eina síðu tileinkaða sveitinni, þar sem höfundurinn Davíð Þór Jónsson birtir öll ljóðin af hljómplötu sveitarinnar "Lög til að skjóta sig við". Er talsverður fengur af þeirri síðu því ljóðin eru læsileg vel. Má hafa af þeim nokkurt gaman einum og sér þó auðvitað sé eindregið mælt með því að platan sé keypt og þeirra notið í því tónlistarlega umhverfi sem Sviðin Jörð bjó þeim af álúð og vandvirkni.
1 Comments:
This comment has been removed by a blog administrator.
Post a Comment
<< Home