Thursday, February 01, 2007

Íslensku tónlistarverðlaunin

Lay Low kom, sá og sigraði. Hún er söngkona ársins, á besta plötuumslagið og var kosin vinsælasti flytjandinn í SMS kosningu. Frábært. Hef reyndar ekki enn heyrt tónlist þessa nýstirnis en mun bæta úr því reynsluleysi á næstu dögum.

Bubbi og Bo fengu sína styttuna hvor og Óli Gaukur var heiðraður.

Hafdís Huld á poppplötu ársins.

Hefur einhver heyrt lag og texta ársins með Ghostdigital ???

Fróðlegt væri að fá að vita hvernig valið fer fram, hverjir eru til umsagnar og eftir hverju er farið þegar veita á verðlaun sem þessi.

Og hvar var Sviðin Jörð meðan á þessu stóð ?

5 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Það kemur fram í kálfi með Fréttablaðinu í gær hverjir voru í dómnefndum. Fyrsta skipti sem það er gert opinbert, held ég.

Ég varð annars ekki vör við neina atkvæðagreiðslu meðal FÍH fólks, né heldur annarra félaga tónlistarmanna í ár. Það hefur nú yfirleitt verið áður, er það ekki?

2/01/2007 6:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heyrðu hérna Hjörtur - ég lagði inn fyrirspurn á síðunni hans Dabba Þór Radíussonar um samstarf Kátra Pilta og Botnleðju sem ég heyrði einhverntímann um en síðan eru liðin mörg ár. Kannski ekki alveg en er eitthvað að frétta í þeim málum? Ég er aðdáandi beggja banda og fannst þetta fínar fréttir á sínum tíma. Segðu mér eitthvað um þetta, minn kæri Hjörtur. Kveðja, Svanur Már

2/06/2007 12:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kannski ekkert mikið fyrir að svara svona fyrirspurnum?

2/10/2007 11:41 PM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Reyni að svara öllum fyrirspurnum eftir bestu getu. En þegar mér hentar.....

Samstarfið gengur undir vinnuheitinu "Kátir í botni" (eða e.þ.h.)
Aldrei hafa nú Kátir verið þekktir fyrir að vera sérlega drífandi og snöggir til (eins og þú sérð á biðinni eftir þessu svari) en von er til að þetta verði meira en hugmynd.

Mun segja frá því á síðunni ef ehv. er að frétta..

Kv.
HH..

2/11/2007 2:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir þetta. Vona að einhver afurð muni líta dagsins ljós í tengslum við þetta áhugaverða samstarf.

2/13/2007 2:07 PM  

Post a Comment

<< Home