Food and Fun
Um leið og ég lýsi eftir nöfnum þeirra veitingastaða sem ekki hafa lækkað verð á sínum matseðlum þrátt fyrir skattalækkunar-(les.kosningar-)útspil ríkisstjórnarinnar birti ég hér hugleiðingu um Food and Fun...
Food and Fun festivalið er skemmtileg viðbót í menningu höfuðborgarinnar. Hátíðin nú er sú fimmta í röðinni og þáttaka almennings hefur sennilega aldrei verið meiri. Nafntogaðir matreiðslumenn frá ýmsum löndum sækja okkur heim og yfirtaka eldhús 12 veitingastaða í borginni þá fjóra daga sem festivalið er ætlað gestum og gangandi. Hátíðinni lýkur svo með keppni þar sem reglurnar eru einfaldar; aðeins má nota íslenskt hráefni og meistararnir fá litlar 30 mínútur til að versla í matinn. Á matseðli keppninnar er einn fiskréttur, einn kjötréttur og desert og er kokkunum ætlað að töfra fram réttina sína á þremur tímum. Keppnin sjálf fer fram í Listasafninu í Hafnarhúsinu og undanfarin tvö ár hafa yfir 20.000 manns verið viðstaddir þennan stórskemmtilega matreiðslusirkus.
Að ætla sér að kynnast matargerð 12 meistara á aðeins fjórum dögum er auðvitað ógerningur þó maður gerði lítið annað en borða alla dagana. Það er þeim mun nauðsynlegra að kynna vel þáttakendur og veitingastaðina sem þeir munu starfa á með góðum fyrirvara. Kannski var undirritaður eitthvað óvenju sljór á þorranum þetta árið eða upptekinn af öðru en nákvæm tímasetning og umfang hátíðarinnar fór næstum framhjá án þess að vekja athygli. Það hefði verið miður að hafa misst af þessu alfarið og hátíðarhöldurum og þeirra almannatengslaverkmönnum ekki til hróss. En fyrst tíminn var orðinn naumur var bara að velja af þeim mun meiri kostgæfni hvert skyldi fara til að prófa. Indverjinn/Bandaríkjamaðurinn Vikram Garg, yfirmatreiðslumeistari Indebleu í G stræti í Washington DC varð fyrir valinu. Áhugi á indverskri matargerð og það að hann ætlaði að vera í Sjávarkjallaranum við eldamennsku vó þyngst. Eldamennska Garg er samruni af indverskum og frönskum stíl og samsettur menu meistarans var fjórrétta. Túnfisktartar, borinn fram á kúmen papadom með rauðbeðum og sesamfræjum var einstaklega góður. Algjört sælgæti og rétt að kvetja Kjallaramenn til að bæta þessum forrétti á fastaseðil staðarins. Þá var boðið uppá smörsteiktan humar með fenugreek rjómasósu á spinat og kartöflubeði. Mildur en afar góður milliréttur. Lamb í aðalrétt, tvennskonar, með pistasíu og minntu annarsvegar og tandoori á linsubaunabeði hinsvegar. Til nokkurra vonbrigða stóðst hvorugur lambaréttanna forréttunum snúning. Báðir voru bragðdaufir og má vera að meistarinn hafi vanmetið smekk landans og getu til að höndla sterkt kryddaðan mat. Linsubaunabeðið var besti hluti aðalréttanna, bragðmikið en þó fínlegt meðlæti. Meðferð meistarans á hráefninu, hinum rómaða íslenska lambi, var þó til fyrirmyndar. Ólíkt okkur heimamönnum þora útlendingar að bera lambið fram medium-rare og jafnvel rare, fagurbleikt í miðjunni. Þetta mættum við gjarnan herma eftir þeim. Súkkulaðimouse og karamelluís með karríbanana og karríryki gerði endanlega út um síðasta áramótaheitið og með þessum mat var drukkið Pinot Gris Dopoff Moulin í fyrri hálfleik og frábært Masi Amarone rauðvín með lambinu í þeim síðari.
Það sem herjaði á hugann fram eftir nóttu og líka morguninn eftir er sú ánægjulega staðreynd sem svona heimsóknir erlendra atvinnumanna varpa ljósi á. Við eigum á Íslandi matreiðslumenn og framreiðslufólk sem stenst fyllilega samanburð við erlenda toppmenn. Vandvirkni, metnaður og hugmyndaauðgi einkennir flest okkar fólk og örfáir skussar inná milli ná engan vegin að varpa skugga á það. Food and Fun að ári er tilhlökkunarefni og víst er að þetta framtak er vítamínsprauta fyrir alla sem að því koma.
Food and Fun festivalið er skemmtileg viðbót í menningu höfuðborgarinnar. Hátíðin nú er sú fimmta í röðinni og þáttaka almennings hefur sennilega aldrei verið meiri. Nafntogaðir matreiðslumenn frá ýmsum löndum sækja okkur heim og yfirtaka eldhús 12 veitingastaða í borginni þá fjóra daga sem festivalið er ætlað gestum og gangandi. Hátíðinni lýkur svo með keppni þar sem reglurnar eru einfaldar; aðeins má nota íslenskt hráefni og meistararnir fá litlar 30 mínútur til að versla í matinn. Á matseðli keppninnar er einn fiskréttur, einn kjötréttur og desert og er kokkunum ætlað að töfra fram réttina sína á þremur tímum. Keppnin sjálf fer fram í Listasafninu í Hafnarhúsinu og undanfarin tvö ár hafa yfir 20.000 manns verið viðstaddir þennan stórskemmtilega matreiðslusirkus.
Að ætla sér að kynnast matargerð 12 meistara á aðeins fjórum dögum er auðvitað ógerningur þó maður gerði lítið annað en borða alla dagana. Það er þeim mun nauðsynlegra að kynna vel þáttakendur og veitingastaðina sem þeir munu starfa á með góðum fyrirvara. Kannski var undirritaður eitthvað óvenju sljór á þorranum þetta árið eða upptekinn af öðru en nákvæm tímasetning og umfang hátíðarinnar fór næstum framhjá án þess að vekja athygli. Það hefði verið miður að hafa misst af þessu alfarið og hátíðarhöldurum og þeirra almannatengslaverkmönnum ekki til hróss. En fyrst tíminn var orðinn naumur var bara að velja af þeim mun meiri kostgæfni hvert skyldi fara til að prófa. Indverjinn/Bandaríkjamaðurinn Vikram Garg, yfirmatreiðslumeistari Indebleu í G stræti í Washington DC varð fyrir valinu. Áhugi á indverskri matargerð og það að hann ætlaði að vera í Sjávarkjallaranum við eldamennsku vó þyngst. Eldamennska Garg er samruni af indverskum og frönskum stíl og samsettur menu meistarans var fjórrétta. Túnfisktartar, borinn fram á kúmen papadom með rauðbeðum og sesamfræjum var einstaklega góður. Algjört sælgæti og rétt að kvetja Kjallaramenn til að bæta þessum forrétti á fastaseðil staðarins. Þá var boðið uppá smörsteiktan humar með fenugreek rjómasósu á spinat og kartöflubeði. Mildur en afar góður milliréttur. Lamb í aðalrétt, tvennskonar, með pistasíu og minntu annarsvegar og tandoori á linsubaunabeði hinsvegar. Til nokkurra vonbrigða stóðst hvorugur lambaréttanna forréttunum snúning. Báðir voru bragðdaufir og má vera að meistarinn hafi vanmetið smekk landans og getu til að höndla sterkt kryddaðan mat. Linsubaunabeðið var besti hluti aðalréttanna, bragðmikið en þó fínlegt meðlæti. Meðferð meistarans á hráefninu, hinum rómaða íslenska lambi, var þó til fyrirmyndar. Ólíkt okkur heimamönnum þora útlendingar að bera lambið fram medium-rare og jafnvel rare, fagurbleikt í miðjunni. Þetta mættum við gjarnan herma eftir þeim. Súkkulaðimouse og karamelluís með karríbanana og karríryki gerði endanlega út um síðasta áramótaheitið og með þessum mat var drukkið Pinot Gris Dopoff Moulin í fyrri hálfleik og frábært Masi Amarone rauðvín með lambinu í þeim síðari.
Það sem herjaði á hugann fram eftir nóttu og líka morguninn eftir er sú ánægjulega staðreynd sem svona heimsóknir erlendra atvinnumanna varpa ljósi á. Við eigum á Íslandi matreiðslumenn og framreiðslufólk sem stenst fyllilega samanburð við erlenda toppmenn. Vandvirkni, metnaður og hugmyndaauðgi einkennir flest okkar fólk og örfáir skussar inná milli ná engan vegin að varpa skugga á það. Food and Fun að ári er tilhlökkunarefni og víst er að þetta framtak er vítamínsprauta fyrir alla sem að því koma.
5 Comments:
Súfistinn hefur ekki lækkað verð!!
Súfistinn hefur ekki lækkað verð!
Café Viktor hefur ekki lækkað hjá sér :)
Kaffi Latté hækkaði hjá Kaffi París og hefur ekki lækkað hjá kaffihúsinu Vor á laugavegi.
góður, as usual.
tékkaðu á raggissimo.blog.is
adieu,
maggi einars
Post a Comment
<< Home