Tuesday, May 15, 2007

Iceland Express og "truth in advertising" !










Misvísandi upplýsingar hjá lágjaldaflugfélaginu; "börn fljúga á barnafargjaldi ef þau eru í fylgd með fullorðnum", alveg er látið ósagt að sá "fullorðni" þarf að bóka sig með barninu þ.e. vera "tengdur" því að heiman með einhverjum hætti. Ef viðkomandi barn er að fara eitt milli landa þarf, eðli málsins samkvæmt að greiða fyrir "fylgd" því ekki gengur að senda þessi grey alein út í óvissuna. Þrjúsþúsundkall kostar fylgdin pr. ferð. Þá skyldi maður ætla að skilyrðinu "í fylgd með fullorðnum" væri fullnægt en svo er aldeilis ekki. Til viðbótar við 6ooo kallinn greiðir sendandinn fullt fullorðins fargjald fyrir barnið af því að sá fullorðni er á vegum félagsins en ekki barnsins.

Já einmitt.... en þá ber að breyta orðalagi auglýstra fargjalda svo venjulegt fólk láti ekki glepjast og sendi börnin sín sem fullorðin væru, að viðbættu sérstöku fylgdargjaldi.

Iceland Express hefur um nokkra hríð gefið hugtakinu "express" alveg nýja merkingu með síendurteknum töfum á flugi. Nú hafa þeir gert atlögu að hugtökunum "lággjaldaflugfélag" og "barnafargjald" svo um munar.

Hvað er aftur síminn hjá Icelandair ???

0 Comments:

Post a Comment

<< Home