Thursday, January 22, 2009

Ekkert föðurland !

Þú ert ekki Íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.

Ekki mega iljar mínar
íslenskt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.

Ekki má mitt auga skoða
íslenskt blóm í hlíð,
ef ég harma örbrigð vora,
ómenningu og stríð.

Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenskt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.

"Báran kveður eins og áður
úr við fjörusand -
en ég á orðið einhvernveginn
ekkert föðurland".


Úr ljóðabókinni "Eilífðar smáblóm" frá 1940
eftir Jóhannes úr Kötlum

0 Comments:

Post a Comment

<< Home