Monday, September 07, 2009

Hvíl í friði


Langri þrautargöngu lokið! Heiðursmaður kveður sviðið og leikhúsið er fátækara eftir.
Hvíl í friði Helgi Hóseason.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið rosalega sakna ég veitingahúsagagnrýni þinnar. Sú eina sem mark var á takandi. Ertu alveg hættur?

12/07/2009 9:46 AM  
Blogger Hjörtur Howser said...

Ég þakka hlý orð - ég fylgdi þeim feðgum, Reyni og Jóni, af Mannlífi og yfir á Ísafold. Þegar þeir gengu síðan aftur til liðs við Birting og fóru að stýra DV varð ég hálf munaðarlaus. Enginn vafi er í minum huga að pistlar mínir voru lesnir - og sem slíkir studdu þeir lestur og sölu viðkomandi tímarits - en ritstjórar og útgefendur stíga ekki endilega sama takt og pistlahöfundar, jafnvel ekki þótt viðkomandi höfundar séu víðlesnir (ég hika við að segja vinsælir, því sennilega hafa jafnmargir verið mótfallnir skrifum mínum eins og þeir sem voru mér sammála). Ég hafði mikla ánægju af þessu brölti og ég eignaðist marga vini á þessu tímabili (og nokkra óvini) og ég vona sannarlega að einhver útgefandi sjái sér hag í að virkja pennann minn í framtíðinni.

12/07/2009 6:36 PM  

Post a Comment

<< Home