Saturday, January 24, 2009

Hörður Torfason


Veikir menn eiga að taka sér veikindafrí, um það ætla ég að menn deili ekki. Krabbameinsmeðferð er, ein og sér, slíkt álag á þann sjúka að engu öðru er á bætandi. Því eiga þeir aðilar í stjórnsýslunni sem við þann illvíga sjúkdóm glíma tafarlaust að segja af sér og snúa sér heilshugar að sínum veikindum og vonandi bata.

Ef þið, sem teljið ykkur þess umkomin að úthrópa og ata auri Hörð Torfason, gætuð HLUSTAÐ á viðtalið umtalaða með eyrun opin og hugann stilltan á móttöku mynduð þið skilja það sem hann sagði.
Skammist ykkar fyrir lágkúruleg ummæli ykkar um þann eina Íslending sem hafði kjark til að hefja mótmæli þau sem nú eru loks að skila árangri.

Geir er veikur, Ingibjörg líka og nú ætlar Þorgerður að taka við en færri vita að hún stríðir einnig við alvarleg veikindi lítillar dóttur sinnar. Við þurfum mannskap með óskerta starfsorku og fulla einbeitingu í þeim hreingerningum sem framundan eru, ekki fólk sem á fullt í fangi með sjálft sig og sína.

Ætli samúð ykkar væri ekki betur varið hjá fjölskyldum þeirra sem hrunið mikla hefur þegar, svo snautlega lagt af velli?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home