Neyslustýring !
Spónarplötur brenna og við það losna hættulegar eiturgufur, þær hljóðeinangra fremur illa og mynda ekki sléttan flöt þegar búið er að setja þær upp nema stoðirnar sem bera þær hafi verið þeim mun betur smíðaðar. Og þær veita takmarkaða einangrun hita og kulda. En þær bera ekki vörugjald og eru því ódýrari kostur en gipsplötur.
Gipsplötur brenna ekki og eru því prýðileg eldvörn. Þær hljóðeinangra afar vel og eru auðveldar í uppsetningu, aðeins þarf að spartla lítillega samskeyti og þá er veggurinn sléttur og tilbúinn fyrir málningu. Og þær einangra ágætlega hita og kulda. En þær bera vörugjald og eru því dýrari en spónarplöturnar.
Til lengri tíma litið hlýtur að vera hagkvæmara fyrir þjóðina að húsin séu byggð úr betri efnum. Efnum sem brenna ekki, hljóðeinangra vel svo lífsskilyrði batni og halda kuldanum úti og hitanum inni. Neytendum er hinsvegar stýrt frá betri byggingarefnunum til þeirra lakari með illa ígrundaðri skattlagningu ríkisvalds sem slitið hefur öll tengsl við þá þjóð sem falið hefur henni ábyrgð og völd.
Nú er verð á bensíni og skattlagning á hvern lítra af eldsneyti talsvert í umræðunni. Díselvélar eru endingarbetri en bensínvélar. Þær menga minna, nota alla jafna færri lítra af eldsneyti á hvern ekinn kílómetra en bensínvélar og þurfa minna viðhald til langs tíma litið. Samt er díselolía nú orðin dýrari en bensín. Engin talar neitt um það.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna, hinni frægu "Declaration of Independence" er ákvæði annarrar málsgreinar um ríkisstjórnina og ábyrgð hennar og skyldur. Þar segir að ef stjórnin þyki ekki lengur þjóna hagsmunum þjóðarinnar geti þjóðin losað sig við hana og komið sér upp annarri og betri stjórn. Reyndar beri þjóðinni skylda til þess að setja óhæf stjórnvöld af og tryggja hagsmuni heildarinnar með nýrri og hæfari mönnum.
Engin slík úrræði eru fyrir hendi hér. Við sitjum uppi með sama grautinn í sömu skálinni áratug eftir áratug og virðist engu breyta hve óheiðarlegir og svikulir menn eru eða hversu miklu þeir klúðra. Þeir sitja sem fastast í sínum stólum og neita bara að tjá sig þegar þjóðin krefst skýringa.
Og á meðan byggjum við, með aðstoð farandverkamanna frá Austur-Evrópu, léleg hús úr lélegum byggingarefnum og keyrum mengandi bensínsvelgi um handónýtt gatnakerfi því göng þurfti að bora án tafar einhverstaðar í útkjálka-umdæmi sitjandi ráðherra.
Og þingmenn og ríkistjórn sitja veislur í fjarlægum löndum og ráða ráðum sínum fram að eftirlaununum sínum, sem eru víst ekki skorin við nögl.
"Öll dýrin á búgarðinum eru jöfn, sum eru bara jafnari en önnur......."
Og þau sem ójafnari eru borga brúsann.
Gipsplötur brenna ekki og eru því prýðileg eldvörn. Þær hljóðeinangra afar vel og eru auðveldar í uppsetningu, aðeins þarf að spartla lítillega samskeyti og þá er veggurinn sléttur og tilbúinn fyrir málningu. Og þær einangra ágætlega hita og kulda. En þær bera vörugjald og eru því dýrari en spónarplöturnar.
Til lengri tíma litið hlýtur að vera hagkvæmara fyrir þjóðina að húsin séu byggð úr betri efnum. Efnum sem brenna ekki, hljóðeinangra vel svo lífsskilyrði batni og halda kuldanum úti og hitanum inni. Neytendum er hinsvegar stýrt frá betri byggingarefnunum til þeirra lakari með illa ígrundaðri skattlagningu ríkisvalds sem slitið hefur öll tengsl við þá þjóð sem falið hefur henni ábyrgð og völd.
Nú er verð á bensíni og skattlagning á hvern lítra af eldsneyti talsvert í umræðunni. Díselvélar eru endingarbetri en bensínvélar. Þær menga minna, nota alla jafna færri lítra af eldsneyti á hvern ekinn kílómetra en bensínvélar og þurfa minna viðhald til langs tíma litið. Samt er díselolía nú orðin dýrari en bensín. Engin talar neitt um það.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna, hinni frægu "Declaration of Independence" er ákvæði annarrar málsgreinar um ríkisstjórnina og ábyrgð hennar og skyldur. Þar segir að ef stjórnin þyki ekki lengur þjóna hagsmunum þjóðarinnar geti þjóðin losað sig við hana og komið sér upp annarri og betri stjórn. Reyndar beri þjóðinni skylda til þess að setja óhæf stjórnvöld af og tryggja hagsmuni heildarinnar með nýrri og hæfari mönnum.
Engin slík úrræði eru fyrir hendi hér. Við sitjum uppi með sama grautinn í sömu skálinni áratug eftir áratug og virðist engu breyta hve óheiðarlegir og svikulir menn eru eða hversu miklu þeir klúðra. Þeir sitja sem fastast í sínum stólum og neita bara að tjá sig þegar þjóðin krefst skýringa.
Og á meðan byggjum við, með aðstoð farandverkamanna frá Austur-Evrópu, léleg hús úr lélegum byggingarefnum og keyrum mengandi bensínsvelgi um handónýtt gatnakerfi því göng þurfti að bora án tafar einhverstaðar í útkjálka-umdæmi sitjandi ráðherra.
Og þingmenn og ríkistjórn sitja veislur í fjarlægum löndum og ráða ráðum sínum fram að eftirlaununum sínum, sem eru víst ekki skorin við nögl.
"Öll dýrin á búgarðinum eru jöfn, sum eru bara jafnari en önnur......."
Og þau sem ójafnari eru borga brúsann.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home