Monday, April 07, 2008

Upprifjun !

Ég skal reyna að hætta að "tuða" svona mikið yfir hinu og þessu og öllu milli himins og jarðar.

Ég skal t.d. reyna að "tuða" ekki yfir bílastæðislögbrjótunum í hverfinu mínu þegar sonur minn, eða barn annars foreldris í þessu annars ágæta hverfi, fær heilahimnubólgu og deyr af því sjúkraflutningamenn og læknar komast ekki að húsinu mínu í tæka tíð.

Einnig skal ég minnka "tuðið" næst þegar ríkisstjórn landsins, rúin trausti þjóðarinnar og sitjandi að völdum án umboðs kjósenda, ákveður einhliða að lýsa yfir stuðningi við stríðsrekstur galins trúðs í Washington.

Heimtufrekjan, sem fólgin er í þeirri tilætlunarsemi að vilja fá þjónustu og boðlegan mat á veitingahúsum sem verðleggja sig út yfir allan þjófabálk, hefur einnig getið af sér heilmikið "tuð" sem sjálfsagt er hægt að minnka til muna.

Til dæmis með því að sökkva sjálfum sér niður á meðalmennskuplan minnipokamanna sem láta allt yfir sig ganga átölu- og tuðlaust!

En þá væri sennilega nær að loka síðunni og hætta alveg að deila skoðunum með vöfrurum í netheimum.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

heh, er til meira tuð en að biðja fólk að hætta að tuða? Hvernig væri bara að hætta þegjandi og hljóðalaust að lesa síður ef maður fílar þær ekki.

Gó Hjörtur, tuðið þitt er alltaf skemmtilegt aflestrar ;)

4/08/2008 4:01 PM  

Post a Comment

<< Home