ÍNN ?
Ný sjónvarpsstöð, nokkur þekkt andlit, álitsgjafar og fólk með skoðanir, gestir í stúdíói til að krydda umræðuna..... en svo er eitthvað stórundarlegt innskot öðru hvoru og erfitt fyrir óvana að átta sig á hvað er að gerast.
Einhver maður eys úr skálum reiði sinnar og myndatakan lítur út einsog viðkomandi sé staddur í geimstöðinni Mír að senda pistla heim í gegnum gamalt Sovéskt lampaviðtæki. Orðbragðið er óheflað og skoðanirnar öfgakenndar. Maðurinn grettir sig og geiflar eins og hann finni vonda lykt og hann talar af mikilli vandlætingu um "gæjana" og "strákana" sem, með mótmælum sínum, hafi bakað þjóðinni vandræði og tjón síðustu daga. "Það á að taka þessa gæja og fleygja þeim í svartholið... og gera bílana þeirra upptæka" !
Mynd-og hljóðgæði er kannski ekki endilega það sem sjónvarpsstöð stendur og fellur með, þó eðlilegt sé að gera einhverjar lágmarkskröfur í þeim efnum. Þegar varla er lengur hægt að greina hvort nábleik og óskýr mannveran í miðri mynd er lífs eða liðin verða tæknimenn hér á jörðu niðri þó að grípa inní og reyna að laga það sem hægt er.
En öfgakenndar og hatursfullar jaðarskoðanir eins og þær sem sendar eru út á ÍNN í þætti gamals fúllynds nöldrara sem lítur út eins og Ingvi Hrafn ætti engin sjónvarpsstöð að láta bendla sig við.
Ég trúi ekki að þetta sé Ingvi Hrafn sjálfur, hann myndi aldrei láta draga sig niður í aðra eins lágkúru - eins vandur og hann er að virðingu sinni.... og sjónvarpsstöðvar sinnar.... Þessi tiltekni þáttur er fáránlega "ekki töff"!!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home