Húnavakan á Blönduósi!
Blönduós er skemmtilegur, lítill bær sem alltof sjaldan fær umfjöllun í fjölmiðlum aðra en neikvæða, þá oftast tengda bókstafstrú laganna varða í héraðinu í öllu varðandi umferð og ökumenn. Nú um helgina gáfu hátíðahöldin í bænum þó fulla ástæðu til umfjöllunar því Húnavakan tókst glimrandi vel og er á góðri leið með að stimpla sig inn sem ein af "stóru" sumarhátíðunum ásamt Fiskideginum á Dalvík, Humarhátíðinni á Höfn, Írsku dögunum á Akranesi og Kántríhátíðinni á Skagaströnd... nei-annars, sú síðastnefnda er víst liðin undir lok.
Barnaskemmtanir, flóamarkaður, hoppukastalar, ýmis söfn og tónlist, allt rosalega gaman og flott. Og auðvitað Gunni og Felix sem virðast aldrei detta úr stuði, aldrei!
Mercedez Club spilaði sitt prógramm og var flutningur þeirra óaðfinnanlegur eins og Dr. Gunni getur vitnað um. Hann og Heiða fluttu Abbababb lög fyrir börn á öllum aldri og Sálin spilaði síðan á tónleikum í íþróttahúsinu um kvöldið, Mercedez Club kom fram í pásu, síst lakari en fyrr um daginn. Athygli vakti að þetta var "bring-your-own" dansleikur... uhummm... tónleikar, og gestir tóku það mjög bókstaflega, einn mætti með flugfreyjutösku á hjólum og hálfgerðan minibar þar í. Nokkra furðu vakti, í þessu tiltekna umdæmi, að 16 ára gömul börn virtust valsa inn og út úr íþróttahúsinu með áfengið sitt, alveg óáreitt. Vonandi hefur ekkert þeirra látið sér detta í hug að keyra heim eftir ballið - nema á löglegum hraða því annars hefði verið vesen, en þó ekki fyrr en þá. Sextán ára gömul börn ættu auðvitað yfir höfuð ekki að drekka áfengi og alveg klárlega ekki á skemmtun sem bæjarfélagið stendur fyrir. Hér má gera betur. Þrátt fyrir þennan misbrest verður að segjast eins og er að tónleikarnir voru frábær skemmtun og þrír ættliðir skemmtu sér hið besta saman.
Blönduós er vanmetinn bær og verður allrar athygli, allt ótímabært bull um færslu þjóðvegar nr.1 verður að kveða í kútinn hið snarasta því augljóslega er tilgangur þjóðvega fyrst og fremst að tengja saman hinar dreifðu byggðir landsins en ekki að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Blönduós á áfram að vera í alfaraleið og hananú!
Barnaskemmtanir, flóamarkaður, hoppukastalar, ýmis söfn og tónlist, allt rosalega gaman og flott. Og auðvitað Gunni og Felix sem virðast aldrei detta úr stuði, aldrei!
Mercedez Club spilaði sitt prógramm og var flutningur þeirra óaðfinnanlegur eins og Dr. Gunni getur vitnað um. Hann og Heiða fluttu Abbababb lög fyrir börn á öllum aldri og Sálin spilaði síðan á tónleikum í íþróttahúsinu um kvöldið, Mercedez Club kom fram í pásu, síst lakari en fyrr um daginn. Athygli vakti að þetta var "bring-your-own" dansleikur... uhummm... tónleikar, og gestir tóku það mjög bókstaflega, einn mætti með flugfreyjutösku á hjólum og hálfgerðan minibar þar í. Nokkra furðu vakti, í þessu tiltekna umdæmi, að 16 ára gömul börn virtust valsa inn og út úr íþróttahúsinu með áfengið sitt, alveg óáreitt. Vonandi hefur ekkert þeirra látið sér detta í hug að keyra heim eftir ballið - nema á löglegum hraða því annars hefði verið vesen, en þó ekki fyrr en þá. Sextán ára gömul börn ættu auðvitað yfir höfuð ekki að drekka áfengi og alveg klárlega ekki á skemmtun sem bæjarfélagið stendur fyrir. Hér má gera betur. Þrátt fyrir þennan misbrest verður að segjast eins og er að tónleikarnir voru frábær skemmtun og þrír ættliðir skemmtu sér hið besta saman.
Blönduós er vanmetinn bær og verður allrar athygli, allt ótímabært bull um færslu þjóðvegar nr.1 verður að kveða í kútinn hið snarasta því augljóslega er tilgangur þjóðvega fyrst og fremst að tengja saman hinar dreifðu byggðir landsins en ekki að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Blönduós á áfram að vera í alfaraleið og hananú!
1 Comments:
Halló, hvað með Hvammstanga?
Annars virðist mér þú hafa misst af hápunkti Húnavökunnar, sem var reyndar upphafsatriði hennar: Stórsveitin á staðnum lék nokkur lög við frábærar undirtektir....maður var sko fenginn að láni úr nágrannasveitarfélaginu til að redda þessu sjáðu til (hóst hóst)....
Post a Comment
<< Home