Wednesday, April 16, 2008

Laddi 6-tugur (sex-tíu-eins) +




Það væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda enn einu sinni þær frábæru móttökur sem afmælissýning Ladda í Borgarleikhúsinu hefur hlotið hjá þjóðinni.

Nú er sýning númer eitt hundrað framundan, í lok þessa mánaðar, og enn hefur ekki ein einasta sýning farið fram fyrir minna en troðfullu húsi. Slíkt er fáheyrt ef ekki einsdæmi í leikhússögu þjóðarinnar, að einn einstakur listamaður nái að selja upp á yfirlitssýningu af ferli sínum í eitt hundrað skipti.

Nú hefur verið bætt við sýningum í maí og ástæða til að kvetja þá sem enn hafa ekki séð sýninguna að tryggja sér miða í tíma því sumarið er framundan og enginn veit hvað haustið ber í skauti sér.
En ævintýrið hefur verið einmitt það, stórkostlegt ævintýr sem 16,5% Íslendinga hafa upplifað og ekki sér enn fyrir endann á.

1 Comments:

Blogger þórhallur said...

Þrátt fyrir þessa velgengni þá sniðgengur Gríman sýninguna. Hvar er tilnefningin fyrir "sýningu ársins"??

6/06/2008 3:42 PM  

Post a Comment

<< Home