Ævintýrið heldur áfram !

Yfir 40.000 Íslendingar, tæp 15% þjóðarinnar, komu í Borgarleikhúsið á síðasta ári til að gleðjast með Ladda í tilefni af 60 ára afmæli hans. Sýningarnar, sem áttu að verða 4 til 8, urðu 81 og var uppselt á þær allar. Slíkt hlýtur að vera einsdæmi á listamannsferli nokkurs skemmtikrafts þó það komi ekki alveg á óvart þegar þessi einstaki grínkarl á í hlut.
Sýningin heldur áfram og nú geta þeir sem ekki náðu í miða í fyrra stokkið til og tryggt sér sæti, reyndar ekki á fyrstu sýningarnar á árinu því þegar er orðið uppselt á þær.
Ævintýrið heldur áfram með þáttöku þjóðarinnar.