Tuesday, December 23, 2008

Father and son !


Margar og mismunandi leiðir eru til að ljúga að fólki og slá ryki í augu almennings.

Áróðursmeistarar þriðja ríkisins þekktu flestar þessar aðferðir og nýttu sér hvert tækifæri til að segja þannig frá málum að kæmi sér vel fyrir þá og illa fyrir andstæðinga þeirra.

Feðgarnir ósannsöglu, kallinn með hattinn og taglhnýtingur hans, gera meira af því að skekkja frásagnir en góðu hófi gegnir í blaðræfli sínum DV. Enda hefur komið í ljós að þeir hafa ekki ritstjórnarlegt vald yfir því sem birt er eða ekki birt, nema að hluta til.

Þá er helst til ráða að beina spjótum sínum eitthert annað, þangað sem síst er að vænta mótsvara.

Velgengni afmælissýningar Ladda, Laddi 6-tugur, hefur ekki farið fram hjá neinum og nú virðist stefna í að DVD útgáfa sýningarinnar verði með allra söluhæstu diskum sem gefnir hafa verið út á Íslandi.

Þetta er til marks um annars vegar hversu sýningin er vel heppnuð og skemmtileg og hinsvegar hversu mjög Íslenska þjóðin ann þessum syni sínum sem glatt hefur unga sem aldna frá því hann kom fyrst fram sem skemmtikraftur ásamt bróður sínum Halla fyrir réttum 40 árum síðan.

Það afhjúpar ekkert nema lélegan karakter DV feðganna að geta hvorki sagt frá Ladda né sýningunni góðu í eitt einasta sinn öðruvísi en að velta sér uppúr þeim peningum sem svona prodúksjón óhjákvæmilega veltir, sérstaklega ef hún gengur fyrir fullu húsi í tvö ár samfleitt og slær síðan sölumet á DVD.

En þeir feðgar láta, að hætti áróðursmeistara og spin-doktora, ávallt hjá líða að nefna að mikill kostnaður fylgir uppfærslunni og framleiðslunni og svo er Laddi sjálfur ekki útgefandi eða umsýslumaður þess hluta heldur fyrirtækið Sena svo hann situr ekki heima hjá sér í Lazy-boyinum í peningahrúgu vitandi ekki aura sinna tal. Slíkt er fjarstæða og þessar dylgjur DV feðga um mökun króka og milljónatugi eru ósæmilegar og hvimleiðar í besta falli en lágkúrulegar og óþarfar í raun.

Hættið að ljúga að fólki, Reynir and son, því annars fer snepillinn ykkar beinustu leið á sorphaug sögunnar og vefurinn vondi sömu leið með öllum sínum mál- og stafsetningarvillum.

Jóla-mavurinn ?



Loksins eitthvað jákvætt og klikkað !

Aldrei skal hann bregðast þegar allt annað er vonlaust.

Lesið endilega kommentin færeysku, viðbrögð heimamanna við uppátækinu.

Hann er okkar Michael Jackson mínus face-liftið....

Enginn er svona klikk nema kannski Leoncie en hún er líka hún-maður frá Pattaya.

Geir ! Guð henti mótinu þegar hann hafði steypt þig og fullgert.....


MYNDBANDIÐ ÓMÓTSTÆÐILEGA !

Sunday, December 21, 2008

Nú styttist í byltinguna.

Eru samkeppnisyfirvöld í landinu með hausinn á sér á bólakafi í bakgarðinum á Davíð Oddsyni? Hvernig má það vera að aðför að viðskiptafrelsi er látin viðgangast án nokkurra athugasemda? Er það kannski af því að dagskipunin er "kálum Jóni Ásgeiri, hvað sem það kostar" og allir starfsmenn hins opinbera sem gætu hugsanlega gripið inní þá ófrægingarherferð sem nýlega var hrundið af stað eru eins og kindur að elta forystusauð í blindni og hugsunarleysi?

Það getur ekki verið að það megi hóta aðilum sem eiga í viðskipum við eitthvert fyrirtæki að ef þeir ekki hætti því strax verði nafn þeirra dregið í svaðið á einhverjum andskotans svörtum lista og neytendur hvattir til að sniðganga viðkomandi. Tilgangurinn auðvitað að refsa viðkomandi fyrir að voga sér að skipta við fyrirtæki sem, einhverra hluta vegna, er svartlista-aumingjunum ekki þóknanlegt.

Ég held ég vilji ekki ala börn mín upp í réttarríki sem lætur viðbjóð eins og þennan viðgangast í sömu vikunni og athafnmenn eru ákærðir enn og aftur í skugga hefndarþorsta geðbilaðs fyrrum ráðherra og leiðtoga stjórnmálaflokks.

Wake up and smell the coffie !!!!

Það er verið að hafa okkur að fíflum hverja einustu mínutu hvers einasta dags sem þessi ríkistjórn frá helvíti með sína gjörspilltu og siðblindu ráðherra situr við völd.

Umboðslaus og í óþökk þjóðarinnar haldandi hlífiskildi yfir embættismanna-skítahaug vanhæfra undirmálsmanna.

HVAR ERTU ÞJÓÐ MÍN MEÐ STOLT ÞITT OG HEIÐUR ?

HVENÆR VERÐUR ÞESSI FLÓR MOKAÐUR ?

Saturday, December 13, 2008

Gang'ykkur vel - áfram Ísland




yeah ..... sure !!!

Sunday, December 07, 2008

Ég skammast mín !





Adolf Hitler sagði lýðinn heimskan og gleyminn.

Ef íslensk alþýða er þess ekki umkomin að sjá í gegnum frétta-ritskoðun síðustu sólarhringa, þar sem alþýðunni er sagt að "krónan sé á uppleið" og "Davíð varaði við falli bankanna" en er tilbúin að kokgleypa reiði-stjórnunina sem fólgin er í því að beina athygli manna, og um leið tilfinningum, að forseta lýðveldisins og símreikningum embættisins í lágkúrulegri tilraun náhirðarinnar til að espa fólk upp á móti embættinu og þeim einstaklingi sem því gegnir, vil ég ekki tilheyra því auma þrælahyski sem til skamms tíma kallaði sig Íslendinga.

Ég skammast mín fyrir þá blindni sem þjóð mín er slegin, að hún skuli ekki gera sér grein fyrir hvernig henni og skoðunum hennar er stjórnað af fámennri klíku sem hefur ekkert það til að bera sem prýða má sanna leiðtoga. EKKERT !

Hvort skiptir frekar sköpum, símreikningar forsetaembættisins eða sú svívirða sem Geir Haarde, Davíð Oddson og sálarlausu aumingjarnir sem þeim lúta, hafa látið yfir þjóðina ganga síðustu sólarhringa?

Ég skammast mín fyrir heimsku ykkar og blindni.

Ég skammast mín!

Friday, December 05, 2008

Táknræn endalok tímabils.



Rúnar var framar öðru drengur góður í fegurstu merkingu þeirra orða.

Hann ávann sér virðingu og væntumþykju þjóðar sinnar allrar með prúðmennsku og heiðarleika sínum og hans verður sárt saknað.

Ég votta fjölskyldu G. Rúnars Júlíussonar mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa minningu þessa sjentilmanns íslenska rokksins.

Thursday, December 04, 2008

Nú er nóg komið !!!



Ég er hættur að skilja nokkurn skapaðan hlut í þessu.

Maðurinn þykist enga ábyrgð bera sjálfur, klúðrar hvað eftir annað eðlilegri framvindu mála með yfirlætislegu grobbgaspri og er staðinn að lygum í nær hvert einasta sinn sem hann opnar á sér kjaftinn.

Ekki nóg með að hann ljúgi að þingmannanefnd og neiti að svara spurningum sem fyrir hann eru lagðar heldur skáldar hann og lýgur til að slá ryki í augu þjóðarinnar og umheimsins.

Svo hótar hann forsætisráðherra þjóðarinnar að ef hróflað verði við honum í Bleðla-bankanum muni hann snúa aftur eins og þrálátt krabbameinsæxli og sölsa undir sig leyfarnar af sjálfstæðisflokknum sem hann kúgaði og barði til hlýðni öll árin sem honum var leyft að ráðskast með allt og alla þar.

Er nú ekki bráðum komið nóg af þessum andskotans manni, Davíð Oddssyni, og þeim hryðjuverkum sem hann fremur á íslensku þjóðinni?

Ég segi burt með mannhelvítið og það ekki seinna en strax, þá er kannski einhver von til að okkur verði hjálpað úr þessari sjálfheldu.