Thursday, August 28, 2008

ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ !!!!


HEYR HEYR - Reynir Traustason, HEYR HEYR !!!

Nú þurfa allir drengir góðir að taka upp hanskann fyrir þjóðhöfðingjann okkar, allir sem einn.

Helgur maður kveður.


Blessuð sé minning dr.Sigurbjörns Einarssonar biskups.

Hann var í hugum margra "Biskupinn" með stórum staf.

Stóísk ró, birta og hlýja einkenndi þennan góða mann alla tíð.

Hvar ertu íslenska þjóð ???



Þann dag er lögregla barði niður friðsöm mótmæli og handtók þá sem stóðu að þeim átti okkur að ofbjóða.

Nú, nokkrum vikum síðar, er hægt að labba yfir okkur á skítugum skónum því vitað er að við munum ekki sýna nein viðbrögð. Ekki frekar en við værum liðin lík.

Vonandi voru gluggarnir á seðlabankakastalanum opnir þegar tugir þúsunda venjulegra Íslendinga tóku stoltir á móti fræknum íþróttamönnum og hylltu þá. Kannski Davíð Oddson hafi heyrt "Öxar við ána..." berast inn í myrkrið sem hann dvelur í. Kannski söngurinn og fagnaðarhrópin hafi hreyft við honum.

Nei, ætli það. Maður sem vílar ekki fyrir sér að brjóta stjórnarskrána, lætur Alþingi samþykkja ólög eins og eftirlaunafrumvarpið og fjölmiðlafrumvarpið - maður sem lætur sig engu varða að efnahagsstjórn hans og jábræðra hans er að keyra þessa stoltu þjóð í ánauð - slíkur maður skiptir ekki um skoðun þótt einhver skríll sé að gaula ættjarðarlög fyrir utan gluggann hans.

Fer ekki að koma tíma á gagngerar breytingar ?

Ef maður gerir ekki neitt - gerist ekki neitt !!!

Sunday, August 24, 2008

Ekki meira væl !

Þegar Davíð Oddsson lagði til atlögu við eigendur stórfyrirtækja og hinn almenna borgara með sturlaðri hækkun stýrivaxta og svartagallsrausi um yfirvofandi kreppu, mitt í mesta góðæri sem lýðveldið hefur kynnst, gleymdi hann að reikna með tvennu.

1. Landsliðið vinnur ólympíuleikana.
2. Magnús og Jóhann koma saman á ný eftir alltof langt hlé og syngja "Ísland er land þitt" á Klambratúni með 50.000 manna kór og svipmyndir úr leiknum móti Spánverjum á risaskjá.

Þegar boðuð kreppa Davíðs bærir á sér leggjast jakkafatastrákarnir í rúmið og skæla en við hin stöndum öll á fætur og höldum ótrauð áfram.

Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér !!!

Saturday, August 23, 2008

Íslenska 101




Hér er lausleg þýðing:

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson var drifinn í viðtal hjá Adolfi Inga eftir stórbrotinn sigur Íslenska landsliðsins í undanúrslitaleik gegn Spánverjum á ólympíuleikunum í Peking. Þar rifjaði forsetinn upp afrek Vilhjálms Einarssonar frá leikunum í Melbourne árið 1956 og sagði að sigurinn nú væri stór stund í íþróttasögunni.

„Að vera hér og horfa á þessa staðreynd að þetta lið komi með annað hvort gull eða silfur frá þessum ólympíuleikum. Þessir strákar verðskulda sannkallaða þjóðhátíð. Þetta er mikið afrek og svo mikið afrek að maður er ekki búinn að jafna sig. Fyrir þjóðina alla, þá er þetta stærsta afrek í íþróttasögunni.“

Hr. Ólafur sagði ennfremur að hann hefði heyrt að íþróttamönnum þætti afrek landsliðsins mikið og vera sterk skilaboð til íþróttahreyfingarinnar allrar. „Það er langur listi af þjóðum sem þeir eru búnir að leggja. Þetta verður með minnisstæðustu tíðindum lýðveldisins. Ekki aðeins í íþróttasögunni heldur í sögu lýðveldisins.“

Birtist þá frú Dorrit og eins og svo oft áður bræddi hún hjörtu Íslendinga með einni gullinni setningu; „Við erum ekki lítið land, það er stórasta land í heiminum!“


Eiga forsetahjónin það ekki inni hjá ritstjórum, blaðamönnum og prófarkalesurum að frétt um þau og afrek íslenska landsliðsins sé skrifuð á Íslensku en ekki „Húbba-búbbísku!!!“ Hér hefði mátt vanda sig örlítið meir.

Engar leiðréttingar eru gerðar við beina orðræðu þar sem frumútgáfa setninga þeirra sem vitnað er til er ekki þekkt.

Friday, August 15, 2008

Borgarstjórinn sí káti !




"Það er lýgi, það er lýgi...... en samt eitthvað til í'ðí"

Er maðurinn fullkomlega veruleikafyrrtur, eða bara svona heimskur?

Nú þarf hann að hverfa hið snarasta af vettvangi og úr allri umræðu, alfarið og absólút!

Farið hefur fé betra !




Og er þá einu fíflinu færra.....

En borgarbúar/kjósendur eru áfram hafðir að fíflum.

Er ekki bráðum nóg komið ?

Tuesday, August 12, 2008

Líkið sækir líkið heim...


Þótt ekki séu til bein lagaákvæði um meðferð á líkum frá andláti og fram að útför er þó minnst á lík á nokkrum stöðum í lagasafni alþingis.

Þar segir t.d. í lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. nr.61 12. júní 1998 í níundu grein; 9. gr. Lík skal geyma á stað við hæfi. Ef ekki er unnt að staðfesta andlát skal fylgjast með viðkomandi og ekki flytja í líkhús fyrr en læknir hefur staðfest dauðaskilmerki.

Svo er spurning hvort uppeldi, heilbrigð skynsemi og einhverjir fleiri álíka þættir bjóði ekki hverjum og einum að vanvirða ekki líkamsleifar látinna einstaklinga, þótt sálin sé farin eitthvert annað.

Sunday, August 10, 2008

Tíbet !


Hvað ætli séu margir íþróttamenn frá Tíbet á ólympíuskrautsýningunni í Peking?

Fáir eða engir geri ég ráð fyrir.

Er enginn listi með nöfnum "viljugra þjóða" sem við getum skráð Ísland á og lýst yfir stuðningi við frelsisbaráttu Tíbeta?
Nei, líklega er enginn slíkur listi til.

Davíð og Halldór gætu kannski hrundið af stað undirskriftasöfnun
og búið til lista með nöfnum þjóða sem hafna hernámi Kínverja í Tíbet !!!

Nei - það væri drengilegt og hvorugur þeirra er drengskaparmaður.

Sennilega má rödd Íslands sín lítils í seinni tíð enda Ísland ekki lengur
með óflekkað mannorð í her-og stríðsmálum þökk sé þeim tveimur.

Vinir Tíbet halda úti heimasíðu.

Monday, August 04, 2008

Margt líkt með k......



Hvorugur var kosinn í þau embætti sem þeir gegna. Hvorugur er fær um að tjá sig opinberlega.
Hvorugur er andlega heill. Báðir eru háðir lyfjum (eða ættu í.þ.m. að vera á lyfjum)
Hvorugur hefur næga útgeislun til að opna sjálfvirkar dyr. Klúður einkennir athafnir beggja. Báðir eru afar óvinsælir meðal almennings svo ekki sé dýpra tekið í árinni.

Ljósin eru kveikt en það er enginn heima, hjá hvorugum.

Báðir þjást af afneitun sem grundvölluð er á heimsku.
Seta beggja í opinberum embættum hefur neikvæðar og skelfilegar, óafturkræfar afleiðingar fyrir allan almenning.

Báðir eru lítið annað en valdalausar og skoðanalausar strengjabrúður í höndum annarra og báðir þyrftu að hverfa af vettvangi eins fljótt og kostur er ef ekki á illa að fara.

Hver greiddi þessum mönnum atkvæði í kosningum? Ekki ég og enginn sem ég þekki.

Já, það er sannarlega margt líkt með Kúk og Skít; báðir líta illa út, lykta illa, eru engum til gagns eða ánægju og eru best geymdir í klóakinu - öllum gleymdir.

Og sem betur fer styttist í það hjá báðum !

Deyr fé, deyja frændur....

Saturday, August 02, 2008

"HERRA" !


Hvað er málið ?

Er virkilega svona flókið að fara rétt með jafn einfalt atriði og ávarp?

Það dugar ekki að ávarpa rangt í fyrirsögn, rétt í fyrstu málsgrein og klúðra svo ávarpi biskups, Hr. Karls Sigurbjörnssonar, í næstu málsgrein þar á eftir.

Once again for the slow people: Forseti Íslands er ávarpaður "Herra" þegar nafn hans ber á góma og svo er einnig um Biskup Íslands.

"H E R R A" !

Davíð alltaf góður!


Þótt það sé klént að benda á skrif annarra til að fela eigin pennaleti þá stenst ég ekki mátið. Davíð þór, vinur minn, skrifar afar góða Íslensku og það er gaman að lesa hugleiðingar hans.

Pistill hans um innihaldsrýra listsköpun okkar tíma og ákall um úrbætur er eins og talaður úr mínu hjarta.

Krúttkynslóðin er búin að segja allt sem hún hélt að hún hefði til málanna að leggja og tímabært að ný talent láti til sín taka.

Og ekki bara með eintómar umbúðir og berrassaða keisara heldur eitthvað sem skiptir máli.

Friday, August 01, 2008

Harði kallinn !


EINN ÞREYTTUR ?

Ekki er það af vinnuálagi, enda ekki sést bregða fyrir frá því hann tók við.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson


Hr. Ólafur Ragnar Grímson tekur við embætti forseta Íslands á ný við hátíðlega athöfn í dag, föstudaginn 1. ágúst 2008.

Hr. Ólafur er fimmti forseti lýðveldisins.

Forsetinn býr á Bessastöðum á Álftanesi ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff.