Saturday, October 27, 2007

Halló halló !

Fyrst vil ég þakka öllum þeim sem kíkt hafa hingað inn undanfarnar vikur og mánuði, tryggð ykkar er mikils virði.

Leti er löstur og pennaleti er nánast synd því sá sem hefur skoðanir og vill koma þeim á framfæri hefur enga afsökun fyrir því að nenna ekki að skrifa nokkrar línur á dag. Bót og betrun er lofað.


Tíu negrastrákar, litlir, eru talsvert í umræðunni þessa dagana. Sitt sýnist hverjum, flestir fagna endurútkomu bóka sem tengdar eru minningum úr æsku en örfáir fá hland fyrir hjartað og finna sér eitthvað til að þrasa um. Sjálfur man ég mest eftir tígrisdýrunum sem hlupu svo hratt í hringi að þau bráðnuðu og urðu að smjeri. Osta og smjörsalan missti af glimrandi sponsi þar. Eftir nokkurn lestur hér í netheimum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að rasismi er tvíeggja sverð. Þeir sem hatast út í fólk af "erlendum" uppruna og hinir sem hatast út fólk sem hatast út í fólk af "erlendum" uppruna. Hvorugur hópurinn vinnur mannkyninu nokkurt gagn með hatri sínu.

En aumust eru þó rök þeirra sem hengja sig í orðanna hljóðan, "ég er hvít, þessvegna er ég hvítingi, maðurinn minn er svartur þessvegna er hann svertingi" eins og ein mannvitsbrekkan skrifaði í blogg sitt í dag. Í fyrsta lagi þá erum "við" ekki hvít og þ.a.l. ekki hvítingjar, ekki frekar en við erum bleik og heitum bleiknefjar, heldur tilheyrum við rasa sem heitir Caucasoid (http://en.wikipedia.org/wiki/Caucasian_race) og erum, ef eitthvað, "andlitslituð" eins og krakkarnir segja. Og svo er "svertinginn" sem blogg-kerlingin sefur hjá ekki "svartur" og þ.a.l. ekki svertingi heldur tilheyrir hann rasa sem heitir Negroid (http://en.wikipedia.org/wiki/Negroid) og svo er hann líklega dökkbrúnn, nema nátturulega hann sé "Blámaður" og þá vísast kolbikasvartur. En hann er þá samt ekki "kolbikasvertingi" heldur "NEGRI" !!! og þeir sem leggja einhvern annan skilning í það orð, heldur en tilvísun í uppruna ættarleggsins sem viðkomandi tilheyrir, eru sannarlega "rasistar" og á miklum villigötum.

Latneska orðið "niger" þýðir svartur og, ef menn vilja hártogast um málið, þá er íslenska orðið "negri" ekkert annað en íslenskun á því orði og þýðir þ.a.l. "svertingi".... Það er hinsvegar niðrandi orðið "Nigger" með tveimur g-um, sem við ættum að forðast að nota, en eingöngu vegna þess að því fylgir merking og hugarfar menningarheims sem á lítið skylt við okkar. Enda taka fæstir Íslendingar sér það í munn.

Tíu litlir negrastrákar er barnagæla og hefur ekkert með fordóma núlifandi kynslóðar að gera.


Hættið að þrasa um meinlausar barnabókmenntir og innprentið ekki ykkar eigin fordóma í ritverk sem fyrri kynslóðir hafa getað lesið og haft gaman af án þess að bíða af því nokkurn skaða. Og negrar eru ekki verri menn þótt þeir séu ekki kallaðir "Svertingjar" í tíma og ótíma.

Gleymum ekki að Andrés Önd er bannaður í Finnlandi, en reyndar af allt annarri ástæðu. Hann er nefnilega nakinn að neðan og það þykir ekki par fínt í því landi. En þar má drekka vodka eins vatn og enginn segir neitt við því.