Animal farm !
Dýrin losuðu sig við bóndann vegna þess að hann kúgaði þau. Þá sáu svínin sér leik á borði og gerðu sig að valdhöfum og stjórnendum alls býlisins. Öll dýrin voru þar með orðin jöfn en sum bara jafnari en önnur. Það kerfi brast af eðlilegum ástæðum og dýrin komu sér upp nýju og réttlátara kerfi þar sem skoðanir, þarfir og réttur hvers og eins var virtur og tillit tekið til.
Við losuðum okkur við evrópst kóngahyski sem hafði kúgað þjóðina frá árinu 1262. En þá sáu nokkrar fjölskyldur sér leik á borði og gerðu sig og sína að valdhöfum og stjórnendum landsins. Það kerfi hefur nú brostið svo eftir var tekið. Nú ríður á að íslenska þjóðin hafi dug og þor til að koma sér upp nýju og réttlátara kerfi þar sem skoðanir, þarfir og réttur hvers og eins verður virtur og tillit tekið til.